HVAÐ GERUM VIÐ?
VIÐBURÐIR

Viðburðir fyrir fyrirtæki
Vilt þú halda ógleymanlegan viðburð fyrir viðskiptavini eða starfsfólk? Kynningu á vörum og þjónustu þar sem skapandi teymið okkar hugsar fyrir hverju smáatriði?
Hugmyndasmiðir okkar hafa áratuga reynslu í skipulagningu viðburða fyrir stór og smá fyrirtæki þar sem áherslan er lögð á persónulega þjónustu, fagmennsku og einstakar upplifanir.
.png)
Viðburðir fyrir hópa
Við erum sérfræðingar í að skapa og búa til stórkostlegar upplifanir og ævintýri.
Viltu fara með hóp í skemmtilega ferð upp á hálendi? Jafnvel hreyfi eða dekurferð?
Viltu fara erlendis í jóga retreat eða heimsækja vínekrur í Frakklandi? Við elskum að skipuleggja einstakar og ævintýralegar ferðir innanlands sem og erlendis.
.png)
Ráðstefnur og námskeið
Viltu halda ráðstefnu eða námskeið?
Vantar þig aðstoð við verkefnastjórn, hugmyndavinnu, skipulagningu, tæknimál, ljósmyndun, upptöku eða skreytingar?
Ertu að taka á móti erlendum fyrirlesurum eða ráðstefnugestum?
Við höfum áralanga reynslu af skipulagningu á stórum sem smáum ráðstefnum t.d í Hörpu, Laugardalshöll, á Nordica og Grand Hótel.
MARKAÐSÞJÓNUSTA & RÁÐGJÖF
.png)
Markaðsráðgjöf
Teymið byggir á yfirgripsmikilli reynslu og þekkingu á öllu sem snýr að markaðsvinnu, auglýsingum á öllum helstu miðlum, verkefnastjórn, hugmyndavinnu og framkvæmd.
Nálgun okkar einkennist af skipulagi og skapandi hugsun.
.png)
Stíliseringar
Vantar þitt fyrirtæki aðstoð við stíliseringar og framsetningu fyrir viðburði eða myndatöku?
Við erum reyndir hugmyndasmiðir með gott auga fyrir hverju smáatriði.
.png)
Framleiðsla
Okkar skapandi teymi vinnur náið með mörgum af öflugustu framleiðsluteymum og ljósmyndurum landsins við að skapa eftirtektavert efni.