top of page

UM TEYMIÐ

Unnur Skapandi.jpg

Einstakar upplifanir 

Unnur er markaðskona, jógakennari og útivistarkona.

Hún hefur um árabil rekið markaðs- og viðburðarfyrirtæki, verkefnastýrt stórum sem smáum viðburðum fyrir fjölda fyrirtækja, framleitt markaðsefni fyrir innlendan og erlendan markað ásamt því að leiða markaðsáætlanir. Byko, Hagkaup, Nettó, Kringlan, Smáralind, Módern, Nói Síríus, Ora, Nathan & Olsen eru dæmi um fyrirtæki sem Unnur hefur unnið náið með. 

Skapandi er hugarfóstur Unnar sem hefur ástríðu fyrir því og víðtæka reynslu við að skapa ógleymanlegar upplifanir og einstaka viðburði. Unnur hefur einnig margra ára reynslu af því að skipuleggja ferðir og viðburði fyrir kvennahópa og leitast ávallt eftir tækifærum til að efla tengslanet kvenna. 

Unnur María Pálmadóttir 

Eigandi og verkefnastjóri 

unnur@skapandi.is

Frá hugmynd til upplifunar – hvert smáatriði skiptir máli

Linda er skapandi viðburðastjóri og hugmyndasmiður. Hún hefur mikla reynslu af skipulagningu viðburða af ýmsu tagi, verkefnastjórn og framkvæmd fyrir stofnanir og fyrirtæki m.a Kringluna.

Linda er drífandi og ábyrg, listræn að eðlisfari og með einstakt auga fyrir fagurfræðilegum smáatriðum. Hún leggur áherslu á persónulega, skapandi og faglega nálgun við hvert verkefni til að tryggja þá heildarsýn sem leitast er eftir hverju sinni.  

Linda Björg Björnsdóttir

Skapandi viðburðarstjóri og hugmyndasmiður

linda@skapandi.is

uuuuuuuuuuuuu.png

HLÖKKUM TIL AÐ HEYRA FRÁ ÞÉR

bottom of page